Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Í leikskólanum starfar eitt foreldraráð. Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags og svæðisráð foreldra ef það er til staðar.

Starfsreglur foreldraráðs Huldubergs

Í foreldraráði eru 3 fulltrúar foreldra ásamt stjórnendum leikskólans.

Veturinn 2018-2019 eru í stjórn

Máney Rut Bjarnadóttir

Aldís Sunna Ólafsdóttir

aldissunna@hotmail.com

Móberg

Daníel Bergur Daníelsson

Aðalheiður María Sigmarsdóttir

heida.sigmarsd@gmail.com

Stuðlaberg

Jón Birnir Gíslason

Gísli Jónsson

gislijb@gmail.com

Stuðlaberg

Þuríður Stefánsóttir

hulduberg@mos.is

leikskólastjóri

Við leikskóla skal kjósa ár hvert í foreldraráð (skv.11. gr. laga um leikskóla nr. 90) að lágmarki þrjá foreldra. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans og fræðslunefndar (sbr. 2. gr. 4. gr laga um leikskóla) um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Ráðið fylgist einnig með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Ráðið kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra. Ráðið setur sér starfsreglur og starfar leikskólastjóri með ráðinu.

Foreldraráð fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.Fundirnir eru upplýsingafundir þar sem farið er yfir starfið s.l mánuð mánaðardagatal og hvað er framundan. Foreldraráð fær til umsagnar starfsáætlun og fleiri skýrslur. skóladagatal er unnið í samráði við foreldraráð og samræmt við Lágafellsskóla.

Handbók Foreldraráða í leikskólum