news

Ný reglugerð um skólastarf 1.janúar - 28. febrúar

01. 01. 2021

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi frá og með 1 janúar og gildir til 28 febrúar Stjórnvöld endurmeta síðan þörf á takmörkun á skólastarfi eftir því sem efni standa til.

3.gr.

Leikskólar

Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í
skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks innan dyra skal það nota andlitsgrímur. Starfsfólki ber ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við leikskólabörn. Ekki skulu vera fleiri en 20 fullorðnir einstaklingar í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa. Nálægðartakmörkun tekur ekki til barna á leikskólaaldri. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Viðvera foreldra sem dvelja inni á leikskóla vegna aðlögunar skal skipulögð þannig að þeir þurfi ekki að nota hreinlætis- eða mataraðstöðu í byggingunni og skulu þeir gæta að minnst 2 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli sem og gagnvart starfsfólki. Aðeins eitt foreldri fylgi barni í aðlögun og skal það vera sama foreldrið sem fylgir barninu allt aðlögunartímabilið. Stjórnendum leikskóla er heimilt að krefja foreldra um að nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að gæta að 2 metra nálægðartakmörkun. Aðrir en starfsmenn sem koma inn á leikskóla, svo sem starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga og vegna vöruflutninga, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur. Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er heimilt.