news

Upplýsingar til foreldra og forráðamanna barna í Mosfellsbæ vegna fyrirhugað verkfalls

06. 03. 2020

Til foreldra og forráðamanna barna í Mosfellsbæ

Boðuð hafa verið verkföll aðildarfélaga BSRB næstu vikurnar. Um er að ræða tímabundin verkföll ákveðna daga til að byrja með og síðan ótímabundin verkföll frá 15. apríl (sjá yfirlit www.bsrb.is). Starfsmannafélag Mosfellsbæjar er innan BSRB og því eru margir starfsmenn bæjarins á leið í verkfall.

Í skólum Mosfellsbæjar er um að ræða starfsmenn í mötuneytum/eldhúsum, skólaliða, stuðningsfulltrúa, starfsmenn og deildarstjóra á leikskólum, starfsfólk í ræstingum, umsjónarmenn fasteigna, kerfisstjóra, starfsfólk á skrifstofu og einnig fara starfsmenn íþróttamiðstöðva og félagsmiðstöðvar í verkfall.Áhrif verkfallsins munu verða víðtæk og hafa áhrif á starfsemi allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ, frístund og félagsmiðstöðvar sem og starfsemi íþróttamiðstöðva/sundlauga.

Samningaviðræður standa yfir og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með fréttum fjölmiðla og heimasíðum skóla. Ef verkföllum er aflýst þá mun allt skóla- og frístundastarf verða með eðlilegum hætti.

Leikskólar

 • Áformuð tímabundin verkföll ákveðna daga frá 9. mars til og með 1. apríl.
 • Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.
 • Í leikskólum verður umtalsvert skert þjónusta:
  • Opið verður á þeim deildum þar sem starfsmenn í öðrum stéttarfélögum eru við störf. Börnum verður skipt niður í hópa eftir mönnun á deildum leikskóla og verður rúllandi vistun í gangi.
  • Mötuneyti loka og því hvorki framreiddur morgunmatur né hádegismatur.
  • Þrif verða með ólíkum hætti eftir skólum þar sem misjafnt er hvort um er að ræða aðkeypta ræstingaþjónustu eða ekki. Þar sem skerðing verður á þrifum þá verður opnun á húsnæði endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis.
  • Leikskólagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin vistun á verkfallsdögum.

Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag leikskólastarfs á verkfallsdögum.

Grunnskólar

 • Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.
 • Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.
 • Í grunnskólum verður umtalsvert skert þjónusta:
  • Kennt verður fyrstu kennslustundirnar eða fram að fyrstu frímínútum. Í frímínútum verður veruleg skerðing á gæslu sem hefur áhrif á öryggi barna í og því fellur því öll kennsla niður eftir fyrstu samfelldu tímana að morgni til.
  • Stuðningur við börn með sérþarfir verður ekki til staðar þar sem stuðningsfulltrúar koma að stuðningi.
  • Þrif verða með ólíkum hætti eftir skólum þar sem misjafnt er hvort um er að ræða aðkeypta ræstingaþjónustu eða ekki. Þar sem skerðing verður á þrifum þá verður opnun á húsnæði endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis.
  • Mötuneyti loka ogfalla gjöld niður þann tíma sem verkfall varir.

Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag skólastarfs á verkfallsdögum.

Frístund

Ótímabundið verkfall frá 9. mars 2020.

Öll starfsemi frístundar í Lágafellsskóla og Helgafellsskóla fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars og þar til boðað verkfall leysist.

Frístund við Varmárskóla er opin en með verulegri skerðingu á þjónustu. Mjög takmarkaður fjöldi barna getur verið í frístund hverju sinni frá 13.30-17.00 og mun skipulag verða sent til þeirra foreldra sem eru með börn í frístund. Starfsmenn sem sinna þrifum í húsnæði frístundar eru í verkfalli, opnun á húsnæði er endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis.

Frístund við Krikaskóla verður opin en með umtalsverðri skerðingu á þjónustu þar sem fáir starfsmenn eru til staðar. Skipulag verður sent til þeirra foreldra sem eru með börn í frístund.

Frístundagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin frístundavistun.

Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag frístundastarfs á skóladögum

Félagsmiðstöðvar

Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl.

Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl.

Félagsmiðstöðin lokuð á öllum starfsstöðvum, í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrirspurn á póstfangið hulduberg@hulduberg.is eða hringja í skólann í síma 5868170. Vert er að taka fram að þjónusta og símsvörun á skrifstofu skólans er mjög takmörkuð ef til verkfalls kemur.

Með bestu kveðjum

Linda Udengaard framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs

Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri Hulduberg