Stig af stigi

Stig af stigi (Second step) er lífsleikniverkefni sem á að auka tilfinningaþroska barna á aldrinum 4 - 9 ára. Leikskólakennarar á Huldubergi kenna þetta námsefni og síðan er haldið áfram með það í grunnskólanum. 4 ára börnum á Huldubergi er kennt efnið.

Kjarninn í Stig af stigi eru myndaspjöld þar sem unnið er skipulega með tilfinningagreind og byggir hvert spjald á því næsta á undan. Tvær handbrúður eru notaðar í kennslunni. Það eru "Hvutti hvatvísi" og "Snigill staðfasti".

Markmiðin með námsefninu eru:

  • að börnin skilji aðra og láti sér lynda við þá
  • að börnin leysi út vanda og noti til þess félagslegan skilning
  • að börnin kunni að umgangast reiði og draga úr æsingi.

Um þrjú meginviðfangsefni er að ræða:

Innlifun er að geta þekkt eigin tilfinningar og annarra og geta horft á hlutina frá sjónarhorni viðmælandans.
Leysa úr vanda. Flest börn geta lært að taka rólega afstöðu til valkosta þegar þau lenda í erfiðri aðstöðu eða vanda. Að hafa stjórn á hvötum sínum þýðir að nota leiðir til úrvinnslu ágreinings. Að læra að leysa úr vanda og hafa hemil á sínum fyrstu viðbrögðum er mikilvægur þáttur í þjálfuninni. Þetta getur verið erfitt í byrjun og þess vegna er mikilvægt að æfa sig heima og í skólanum.
Sjálfstjórn. Í mörgum fjölskyldum eru deilur og reiði í hversdagslegum samskiptum. Það sem er mikilvægt er hvernig menn takast á við reiðina og ósættið. Ósætti er í sjálfu sér ekki rangt. Leiðbeiningar um hvernig hægt er að takast á við ósætti geta hjálpað öllum til að átta sig á, skilja og hafa stjórn á ósætti og reiði.

Með Stig af stigi læra börnin að taka eftir þeim merkjum líkamans sem gefa til kynna að þau eru að verða reið. Fremur en að finna ástæðu reiðinnar ættum við frekar að kenna börnunum að róa sig niður.

Höfundur Stig af stigi er Kathy Beland. Þórir Jónsson hefur þýtt efnið.

Hægt er að skoða heimasíðu Stigs af stigi hér.