Við spilum og leikum við litlu börnin

Kennsluefni / bók og geisladiskur með 10 mismunandi tónlistarleikjum.

23 tóndæmi fylgja með efninu á nótum og á geisladiski.

Í þessari bók eru 10 leikir sem eiga það sameiginlegt að kenna börnum að þekkja á milli mismunandi tónlistar. Leikirnir hafa allir það að markmiði að upplifa tónlistina í gegnum hreyfingu og leik.
Börnin eru í rauninni ómeðvitað og meðvitað að upplifa og læra að þekkja muninn á hratt og hægt, á milli hátt og djúpt, veikt og sterkt og að þekkja á milli mismunandi tónlistar. Textinn er lesinn á milli tóndæmanna og börnin ímynda sér hvað er að gerst í tónlistinni og leika það sem þau halda að sé að gerast í það skiptið. Þetta örvar ímyndunaraflið, þjálfar einbeitingu og minni og allt þetta fer fram í gegnum leik.

Með efninu fylgir geisladiskur með tónlistinni en einnig eru nótur fyrir þá sem vilja spila sjálfir. Höfundur hefur einnig sett fram tillögur að hjálparefni til að gera sögurnar enn meira lifandi fyrir börnin.

Kaflarnir heita:

1. Kötturinn og mýsnar- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á hratt og hægt.

2. Skopparaboltarnir- Markmið: að upplifa og þekkja staccato.

3. Málararnir- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á háum og djúpum tónum.

4. Lestarferðin- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á hægt og hratt.

5. Dýraleikurinn- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á mismunandi tónlist.

6. Skógarferðin- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á sterkt og veikt, hratt og hægt.

7. Trúðurinn í kassanum- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á veiku og sterku og djúpum og háum tónum.

8. Haustið- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á mismunandi tóndæmum.

9. Á leið í skólann- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á mismunandi tóndæmum.

10. Afríkuleikurinn- Markmið: að upplifa og þekkja muninn á mismunandi tóndæmum.

Þetta er norskt efni sem höfundur er búin að þýða og útfæra fyrir 3 – 8 ára börn.

Höfundur er Linda Margrét Sigfúsdóttir