Markviss málörvun.

Málörvunarstundir eru

Uppbygging málörvunarstunda 1 árs barna, skref fyrir skref:

Í hverjum hópi eru 4-5 börn og 2 starfsmenn eru með stundina. Annar starfsmaðurinn sér um stundina og hinn er til aðstoðar. Mikilvægt er að skapa rólegt umhverfi svo einbeiting náist hjá hópnum. Börnin setjast upp við vegg á svæði sem er merkt þeim með nafni. Allir tímar byrja á Bínureglum, þá næst er tíminn settur upp myndrænt. Verkefni tímans eru 1-2 verkefni að hverju sinni. Í lokinn er farið síðustu Bínu-regluna sem er að muna. Svo endar stundin með litlu lagi til þess að þakka fyrir sig og kveðja.

Uppbygging málörvunarstunda 2-4 ára barna, skref fyrir skref:

Í hverjum hóp eru 5-6 börn og 1 kennari sem sér um stundina. Börnin setjast við borð með kennara, hver á sinn stól sem er merktur með nafninu þeirra. Allir tímar byrja á Bínureglunum þá næst er tíminn settur upp myndrænt. Verkefni tímans eru svo 2-3 að hverju sinni. Í lokinn er farið í síðustu Bínu-regluna sem er að muna.Svo endar stundin með litlu lagi til þess að þakka fyrir sig og kveðja.

Blær