Innskráning í Karellen

Leikskólinn Hulduberg

Leikskólinn Hulduberg var opnaður 2. nóvember 1999. Leikskólinn er með 6 deildir og heita þær Álfaberg, Tröllaberg, Móberg, Flikruberg, Stuðlaberg og Silfurberg. Börnin á Huldubergi eru á aldrinum 1-2 ára. Stefna leikskólans hefur verið umhverfisvæn frá upphafi. Áherslur okkar snúast um að njóta og nýta náttúruleg gæði. Mikil þróun hefur orðið á þessum árum og leikskólinn heldur áfram að þróa umhverfissjónarmiðin. Við höfum einnig litið til kenninga John Deweys en einkunarorðin "Learning by doing" falla vel að okkar hugmyndafræði og hugsun.

Leikskólastjóri er Þuríður Stefánsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Jóna Rún Gísladóttir
Netfang leikskólans er hulduberg[hja]hulduberg.is


Opnunartími o.fl.

Leikskólinn Hulduberg er opinn á virkum dögum frá kl.7:30-16:30. Morgunverður er milli kl. 8:15-9:00 og eru flest börnin komin fyrir þann tíma. Hádegisverður er kl.11:30-12:00 en þá tekur við hvíldarstund í húsinu til . Foreldrar eru beðnir að virða þann tíma. Hámarksdvöl barna eru 9 klst. á dag. Leikskólagjöld greiðast fyrirfram ýmist með kreditkortgreiðslum eða krafa send í heimabanka.


Sumarleyfi

í 8. grein í Reglugerð um starfsumhverfi leikskóla er ákvæði um að gera skuli ráð fyrir að börn fái a.m.k. 4 vikna sumarleyfi. Sumarleyfin þarf að taka í 4 vikur samfleytt yfir tímabilið 15. maí - 31. ágúst ár hvert. Í Mosfellsbæ er einn leikskóli opinn fyrir þau börn sem ekki eru að taka orlof á þeim tíma sem leikskólinn lokar.


Afmæli leikskólabarna

Haldið er upp á afmæli barnanna í samráði við foreldra. Barnið fær afmæliskórónu, afmælissöngur er sunginn og afmælisbarnið er umsjónarmaður dagsins, ásamt því að velja sér tónlist í samveru.


Veikindi - ofnæmi - slys

Leikskólinn getur ekki tekið á móti veikum og/eða vansvefta börnum. Ef grunur leikur á að barn sé að veikjast eða beri smit á barnið ekki að mæta í leikskólann. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindum sínum heima og mæti aftur frískt í leikskólann svo það geti tekið þátt í allri daglegri starfsemi leikskólans úti sem inni. Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum ber starfmanni að láta foreldra vita eins fljótt og kostur er. Starfsmönnum ber skylda að fylla út slysaskráningarblað ef barn slasast þannig að það þurfi að skoða / meðhöndla það af lækni/tannlækni. Ef barn er með ofnæmi/óþol fyrir ákveðnum matartegundum þaurfa foreldrar að koma með vottorð þess efnis frá lækni.


Lyfjagjafir

Börnum eru ekki gefin lyf í leikskólanum. Beri brýna nauðsyn til lyfjagjafar vegna sérstakra aðstæðna barns, skal hafa samráð um það við leikskólastjóra og/eða deildarstjóra á deild barnsins. Foreldrar þurfa í upphafi leikskólagöngu að tilkynna ef barnið er með ofnæmi, astma eða annan sjúkdóm.Tilkynningar um fjarveru barns

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að láta vita ef barnið kemur ekki í leikskólann. Hægt er að fá samband við deild barnsins eða biðja fyrir skilaboð í síma 5868170. Einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Karellen.


Foreldrafundur og foreldraviðtöl

Á hverju hausti er haldinn foreldrafundur fyrir alla nýja foreldra á meðan aðlögun stendur yfir. Farið er yfir starfsemi leikskólans, áherslur / reglur og starfsfólk kynnt. Foreldraviðtöl eru höfð tvisvar á ári en foreldrar geta þó alltaf beðið um foreldraviðtöl á öðrum tímum árs. Foreldraviðtölin standa yfir í okóber og í febrúar.Matur

Starfsmenn eldhússins eldar mat handa börnunum á hverjum degi. Ef börn hafa fæðuóþol eða ofnæmi þarf að láta vita af því og í samráði við matráð og deildarstjóra að finna leiðir sem hægt er að fara í þeim efnum. Hægt er að skoða matseðil hvers mánaðar á heimasíðunni.
Leikskólinn Hulduberg reynir eftir bestu getu að fara eftir stefnu Mosfellbæjar um skólamötuneyti með hliðsjónar af ráðleggingum Lýðheilsustöðvar til leikskóla- og skólamötuneytum.
Nánar um það er hægt að lesa hér
Matráður er Valerica Bentia


Fatnaður

Hlífðar- og aukaföt

Mikilvægt er að barnið hafi þau útiföt sem henta hverju sinni. Í töskunni verður alltaf að vera pollagalli, stígvél, þykk peysa(flíspeysa), ullarsokkar,húfa og vettlingar. Í kassanum inni á salerni verða að vera aukaföt s.s. nærföt, sokkar, sokkabuxur (gammósíur), buxur og peysa. Einnig er gott að hafa meðferðis auka vettlinga og húfu ef blautt og kalt er í veðri til að hafa í kassanum fyrir ofan fataklefana.

Merkingar fatnaðar

Mikilvægt er að merkja fatnað og viljum við benda á síðu sem heitir mynametags.com þar sem er hægt að panta góða merkimiða.


Foreldrafélagið og foreldraráð

Við leikskólann okkar er starfandi foreldrafélagið Huldufólk sem stofnað var árið 2000. Foreldrafélagið hefur staðið að uppákomum og ferðum fyrir börnin og ýmsum fyrirlestrum. Safnað hefur verið í sjóð með því að senda út gíróseðla. Stjórn félagsins er skipuð 12 fulltrúum, tveir frá hverri deild. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldraráð hefur einnig verið stofnað á Huldubergi skv. lögum sem sett voru árið 2008. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Foreldraráð hefur fengið til umsagnar starfsáætlun leikskólans fyrir hvert ár.


Hvað þarf barnið að koma með í leikskólann?

  • Útifatnað - Barnið þarf að vera klætt eftir veðri til að geta notið útiveru
  • Aukafatnað - ef slys verða, s.s ef barnið hellir niður eða annað slíkt
  • Bleyjur
  • Kodda og teppi fyrir hvíldina
  • Snuð (ef barnið notar slíkt)
  • Kúrudýr (ef barnið notar slíkt)

Mikilvægt er að yfirfara töskuna reglulega til að athuga hvort eitthvað vantar eða þarf endurnýjunar við.

Merkingar koma oft í veg fyrir að hlutir glatist endanlega en þar sem mörg lítil börn eru að athafna sig og æfa sjálfstæði sitt, getur fatnaður glatast.

Allar deildir hafa kassa fyrir óskilamuni í fataklefum og er foreldrum bent á að fylgjast með þar. Við óskum eftir að fatnaður barnanna fari heim dag hvern af m.a. hreinlætisástæðum.

Leikföng á barnið ekki að koma með að heiman, en það má koma með bækur, geisladiska og spil sem barnahópurinn getur þá notið í heild sinni.


Öryggi og ábyrgð

Mikilvægt er að foreldrar hugi vel að öryggi barna sinna og fylgi þeim ætíð í leikskólann. Nauðsynlegt er að tilkynna starfsmönnum á deild barnsins þegar það er komið og eins þegar barnið fer heim. Ekki er heimilt að senda börn undir 12 ára aldri að sækja leikskólabarnið. Ef einhver annar en foreldri sækir barnið þarf að láta vita sérstaklega samdægurs.


Gagnlegar upplýsingar

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar þjónustar leikskólann Hulduberg. Foreldrar geta leitað eftir slíkri þjónustu fyrir börn sín hjá sérkennslustjóra leikskólans. Allt starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu!

Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur, lágmark einn mánuður. Uppsögn þarf að vera skrifleg.

Sumarleyfi er í samræmi við lágmarksorlof og hefðbundið starf leikskólans liggur niðri. Boðið hefur verið upp á sumarþjónustu fyrir börnin.
Námskeiðs og skipulagsdagar eru 3 á hverju starfsári. Leikskólinn er lokaður þá daga. Samræmt er milli leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar með slíkar lokanir.