Innskráning í Karellen

Við leikskólann okkar er starfandi foreldrafélagið Huldufólk sem stofnað var árið 2000. Foreldrafélagið hefur staðið að uppákomum og ferðum fyrir börnin og ýmsum fyrirlestrum. Stjórn félagsins er skipuð 10 fulltrúum, tveir frá hverri deild. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldrafélagið hefur umsjón með foreldrasjóði, sem notaður er til að greiða rútuferðir, leiksýningar og aðrar skemmtanir fyrir börnin á leikskólanum. Foreldrar greiða einu sinni á ári í þennan sjóð og er það innheimt með heimsendum gíróseðlum.

Foreldrafélögin eru samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum, koma á framfæri skoðunum foreldra við skólastjórnendur og sjá um að skipuleggja foreldrastarfið í skólanum m.a. með því að styðja við starf deildarfulltrúa. Deildarfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki í því að efla og styrkja samstarf foreldra, deildarstjóra og barna innan hverrar deildar. Deildarfulltrúar mynda svokallað fulltrúaráð foreldrafélags.

Stjórn foreldrafélagsins veturinn 2022-2023

Tröllaberg:

Alexandra Björg

Eyja Eydal

Álfaberg:

Sigrún Alda (Formaður)

Iðunn Berta

Móberg:

Víðir (Auglýsingafulltrúi)

Margrét Ósk

Flikruberg:

Antonía

Heiðrún Dóra

Stuðlaberg:

Helga Rut (Ritari)

Guðmundur Smári (Gjaldkeri)

Silfurberg:

Sigurlaug Lilja


Þuríður Stefánsdóttir thuridur[hja]hulduberg.is og Jóna Rún Gísladóttir jonarun[hja]hulduberg.isog