news

Leikskólinn Hulduberg leitar að leikskólakennara

17. 11. 2021

Hulduberg er sex deilda skóli, með 102 börn á aldrinum eins til þriggja ára. Hulduberg er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla, Blæ, þar sem áhersla er á umhyggju, snemmtæka íhlutun, upplifun, leik og gleði.

Sérstaklega er óskað eftir leikskólakennara með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með menntun og /eða reynslu sem nýtist í leikskólastarfi.

Styttri vinnuvika: Einu sinni í viku frá 8:30-12:30 fyrir 100% laun.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf kennara með áherslu á leikskólastarf eða aðra sambærilega menntun.
  • Áhugi, menntun, reynsla og hæfni í starfi með ungum börnum.
  • Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi samskiptafærni.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2021.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þuríður Stefánsdóttir, skólastjóri í síma: 586-8170 og 867-0727.

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

https://mosfellsbaer.hcm.is/storf/viewjobonweb.asp...