Innskráning í Karellen

Sérkennsla í leikskólanum Huldubergi


Starf sérkennslustjóra byggir á lögum og reglugerðum um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, Aðalnámskrá leikskóla, Heildstæðri skólastefnu Mosfellsbæjar og síðast en ekki síst Námskrá Huldubergs. Þau börn sem eru á Huldubergi og eru með einhverskonar greiningu heldur sérkennslustjóri utan um. Einstaklingsnámskrár eru mótaðar sem og matsáætlanir sem taka mið af starfi leikskólans og tillögum sérfræðinga. Framkvæmd námskráa er á ábyrgð deildarstjóra sem og sérkennslustjóra. Snemmtæk íhlutun er mikilvæg fyrir framtíðarhorfur barnanna. Sameiginleg ábyrgð deildarstjóra og sérkennara er þar mikilvægur þáttur. Ráðgjöf og samráð er stór þáttur í starfinu svo og samráð við utanaðkomandi ráðgjafa. Deildarstjórar svo og foreldrar geta snúið sér til sérkennslustjóra með ýmiss mál sem upp koma í leikskólanum. Tekið skal fram að allt starfsfólk er bundið trúnaði. Aðgangur að sérfræðiaðstoð er í gegnum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.

Helstu verkefni:

* Ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.

* Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum.

* Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli leikskólaráðgjafa v/sérkennslu/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.

* Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

* Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni í leik og starfi.

* Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og áætlana fyrir börn sem njóta sérkennslu.

* Hefur yfirumsjón með að meðferðar- og kennsluáætlunum annarra sérfræðinga sé framfylgt og að skýrslur séu gerðar.

Hér er hægt að skoða skýrslu um sérfræðiþjónustu og þjónustu við börn með sérþarfir í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar