Innskráning í Karellen

Hér er hægt að lesa bækling um skólastefnu Mosfellsbæjar

Kjarni skólastefnu Mosfellsbæjar er að setja einstaklinginn í öndvegi skólastarf á að taka mið af þörfum hans, félagslegum aðstæðum og umhverfi Þannig er litið á hvern og einn bæði sem félagsveru og einstakling með sérstakar og einstakar þarfir Áhersla er lögð á að sérhver einstaklingur hafi rétt til að lifa og dafna í samfélagi, sem byggir á lýðræði, jafnræði og jafnrétti
Hlutverk sveitarfélagsins er að gera uppvaxtarskilyrði barna og ungmenna þannig úr garði að þau fái tækifæri til að vera þátttakendur í ákvarðanatöku og fái sem best nýtt styrkleika sína Með því að hlúa að styrkleikum einstaklinganna eflast þeir og verða betur í stakk búnir til að takast á við líf í síbreytilegu samfélagi skóli og önnur uppeldisstarfsemi þarf að taka mið af vaxandi fjölmenningarlegum áhrifum með því að fagna fjölbreytni mannlífsins og leggja áherslu á virðingu fyrir einstaklingnum skólinn er fyrir öll börn, óháð andlegu eða líkamlegu atgervi, uppruna, menningu, kyni eða trú