Innskráning í Karellen

Barnasáttmálinn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn, er eini alþjóðlegi samningurinn sem sérstaklega á við um börn. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu hópur sem hafi sjálfstæð réttindi, óháð foreldrum eða forsjáraðilum, og að þau þarfnist sérstakrar umönnunar og verndar umfram hina fullorðnu.
Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa fullgilt sáttmálann og er hann því útbreiddasti mannréttindasamningur heims. Fullgilding felur í sér að ríki skuldbinda sig til þess að tryggja og virða þau réttindi barna sem fram koma í sáttmálanum. Sáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd árið 1990 og fullgiltur í nóvember 1992. Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði Barnasáttmálans. Íslensk lög þurfa að tryggja börnum þau réttindi sem fram koma í sáttmálanum og túlka ber öll íslensk lög til samræmis við hann.

Nánar um Barnasáttmálann er hægt að lesa á barnasattmali.is